09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (2421)

103. mál, skógrækt

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég held, að óþarfi hafi verið að óska hv. þm. Barð. til hamingju, úr því að ekki tókst betur til en þetta, en ég held, að flestir dómarar hefðu ráðið fram úr þessu, að úr því að um yfirmat væri að ræða, mundu gilda um það venjulegar reglur, og ekki sízt, að menn, sem eru í stjórn Dómarafélags Íslands, mundu sjá þetta, þó að það væri ekki tekið fram berum orðum.