08.05.1950
Neðri deild: 97. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í C-deild Alþingistíðinda. (2931)

65. mál, jeppabifreiðar

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að bera fram skriflega brtt. við c-lið 2. gr., þar sem stendur, að óheimilt sé að úthluta heimilisdráttarvél til þeirra, sem áður hafa fengið slík tæki. Þó að reglan sé réttlát, þá getur leikið nokkur vafi á þessu, t. d. þegar í hlut á ræktunarfélag, þó að það hafi áður fengið dráttarvél eða jeppa. Hin skriflega brtt. er þess efnis, að í stað orðsins „aðila“ komi: einstaklinga. Það er, að í staðinn fyrir að slík úthlutun sé yfirleitt óheimil, þá sé svo, þegar einstaklingar eiga í hlut. — Ég vil svo leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa skriflegu brtt.