31.01.1950
Efri deild: 45. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3160)

45. mál, fiskimálasjóður

Forseti (BSt):

Ég er mjög fús til þess að fresta aldrei atkvgr., ef d. er ályktunarfær, því að ég álit það vera þingmannsins sjálfs að gera ráðstafanir til þess að fá þá að vita um atkvgr. og vera mættur við atkvgr., þegar hann vill vera þar viðstaddur. Ég hef hingað til orðið við óskum manna um að fresta atkvgr., vegna þess að fyrirrennarar mínir hafa gert það, þegar þess hefur verið óskað, og það hefur verið síður hér að fara að þessum óskum. En ég skal mjög taka þetta til athugunar að fresta aldrei atkvgr., ef d. er ályktunarfær, þegar umr. um mál er lokið, en mér þykir það tæplega rétt, að það gildi á þeim fundi, þegar fyrst er um þetta rætt.