19.04.1950
Sameinað þing: 39. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í D-deild Alþingistíðinda. (3669)

134. mál, friðun rjúpu

Frsm. (Jón Gíslason):

Herra forseti. Allshn. hefur haft þessa þáltill. til athugunar. Hún hefur sent hana til umsagnar menntmrn. og fengið bréflegt svar, sem prentað er sem fylgiskjal með nál. Í því er vísað til álits Finns Guðmundssonar fuglafræðings, en hann telur, að ekki sé nauðsynlegt að alfriða rjúpuna, eða vill að minnsta kosti sjá til, hvort henni fjölgar ekki á næstu árum, án þess að hún sé friðuð. Þrátt fyrir þetta svar rn. er n. á einu máli um að leggja til, að rjúpan verði friðuð næstu 5 ár, og leggur því til, að þáltill. verði samþ., þó þannig breytt, að ekki verði miðað við sumardaginn fyrsta, eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu till., því að rjúpan er þegar friðuð frá 1. jan. til 15. okt.; þess í stað verði friðunin ákveðin til 31. des. 1955.