16.05.1950
Sameinað þing: 50. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í D-deild Alþingistíðinda. (3710)

168. mál, uppbætur á ellilífeyri o.fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég ætla aðeins að segja frá því, að ríkisstj. átti hlut að því, að tryggingalögin ná nú ekki fram að ganga, og enn fremur, að uppbótin var ákveðin 15%. Það er nú auðséð, að afkoma trygginganna er þannig, að þær geta ekki bætt á sig nýjum gjöldum, nema tekjur komi á móti, þegar þessu ári sleppir. Og ríkisstj. fannst það óráðlegt að bæta á sig nýjum gjöldum, sem mundi þá hafa í för með sér hækkun á gjöldum þegnanna.