03.05.1950
Sameinað þing: 43. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í D-deild Alþingistíðinda. (4071)

904. mál, endurheimt handrita og forngripa

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þær upplýsingar hafa borizt frá Danmörku, að n. sú, sem dönsk stjórnarvöld hafa skipað til þess að rannsaka rétt Íslands í handritamálinu, muni skila áliti innan skamms. Að svo stöddu telur ríkisstj. því, að rétt sé að láta þetta mál kyrrt liggja, þangað til þetta nál. liggur fyrir, sem sjálfsagt verður á næstu mánuðum.