07.02.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (4147)

16. mál, Evrópuráðið

Einar Olgeirsson:

Það er rétt, sem hæstv. forseti segir, að það var haft samband við hv. frsm. minni hl. í gær, og talaði hann við mig, og ég sagði, að ég mundi biðja hæstv. forseta að fresta þessu máli, þegar hv. frsm. meiri hl. hefði flutt sína ræðu, og ég gerði það í þeirri trú, að við slíku yrði orðið, því að það hefur alltaf verið gert hér hjá okkur á Alþingi, og í trausti þess hef ég nú borið fram þessi tilmæli.