17.01.1950
Efri deild: 37. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í B-deild Alþingistíðinda. (570)

95. mál, dýrtíðarráðstafanir

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég skal ekki mæla gegn þessu frv. og skal ekki heldur fara út í að ræða þann drátt, sem orðið hefur á að leggja á eignaraukningarskatt. En nú er búið að leggja á skattsektaskattinn vegna undandráttar á tekjum, og sé ég því tilefni til að spyrja, hve mikið komi inn alls, þar sem ég hef ekki séð það annars staðar. Ég veit, að þótt hæstv. fjmrh. sé ekki hér viðstaddur, þá muni hæstv. atvmrh. vera þetta kunnugt og geta svarað þessu. Ég ætlast auðvitað ekki til, að hæstv. ráðh. svari upp á eyri, hve miklu þetta skattsektafé nemi, en þætti vænt um, ef hann gæti svarað því upp á t.d. milljón.