28.02.1950
Neðri deild: 56. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (676)

84. mál, skipamælingar

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Frv. þetta lá fyrir Ed. í fyrra og dagaði uppi. En sjútvn. Ed. hafði gert breytingartillögur við það í samráði við skipaskoðunarstjóra, og hefur nú orðið samkomulag í n. um að flytja þær brtt. aftúr, og höfum við nm. átt tal um það við skipaskoðunarstjóra. Þessar tillögur eru ekki efnisbreytingar, en efni frv. er að lögfesta hér þær reglur um mælingar skipa, sem tilgreindar eru í samningum, sem gerðir voru 1939 og undirritaðir í Osló milli flestra Evrópuríkja. Ísland er aðili að þeim samningum og því nauðsynlegt að lögfesta þetta. N. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ.