16.11.1950
Efri deild: 20. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

58. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Frv. þetta var samið í samráði við skipulagsstjóra. En er n. hafði gengið frá áliti sínu, komu skilaboð um það frá skrifstofu hans, að hann ætlaði að athuga þetta nánar, og sagði ég þá, að tími væri til þess milli 2. og 3. umr., og geng ég út frá því, að þetta verði svo. — Ég sá ekki ástæðu til þess að geta þess nú, en hvað sem kemur nýtt fram í málinu, verður tekið til athugunar milli 2. og 3. umr.