13.02.1951
Neðri deild: 68. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 619 í B-deild Alþingistíðinda. (1455)

144. mál, eignakönnun

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég vil segja nokkur orð um þetta, því að það var eftir minni beiðni, að meðferð þessa máls hefur verið frestað, og frá því að þess var óskað, hefur komið fram brtt. frá hæstv. fjmrh., á þskj. 656, sem hann flytur í samráði við mig og ég, eftir að málum er svona komið, vil sætta mig við, og geri ég ekki ráð fyrir, að hún mæti andstöðu annarra nm. í fjhn. Þessi brtt. er flutt í samræmi við þær óskir, sem lágu fyrir frá mér, fyrst þegar málið var rætt, að fá þarna nánari ákvæði um skiptingu milli bæjar- og sveitarfélaga. Að vísu er till. flutt í öðru formi en ég hefði helzt kosið, en ég vil þó fallast á hana og mælist til þess, að hv. þdm. ljái henni fylgi sitt.