30.01.1951
Neðri deild: 58. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (1504)

2. mál, hlutatryggingasjóður bátaútvegsins

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að óska þess, að þetta frv. verði ekki afgr. hér að þessu sinni við þessa umr. Ég hef að vísu orðið að óska þess áður. En ástæðan er sú, að ríkisstj. hefur ekki enn þá tekið afstöðu til þessa máls. En hér er um svo stórt mál að ræða, að það er óhugsandi, að það verði afgr. hér, án þess að ríkisstj. hafi tekið afstöðu til málsins. En það er þannig ástatt, að hæstv. sjútvmrh., sem þetta mál snertir sérstaklega, er veikur og getur af þeirri ástæðu ekki verið hér við heldur; og þegar það bætist við, þá er það mjög eindregin ósk mín, að málið verði ekki afgr. nú. Það er að sjálfsögðu á valdi hæstv. forseta, hvort umr. fara fram um málið á þessu stigi í þessari hv. d.