05.03.1951
Efri deild: 83. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Forseti (BSt):

Mér hafa borizt skriflegar brtt. við frv. það, sem hér er til umr. Í fyrsta lagi eru 2 till. frá hv. 4. þm. Reykv. (HG) og hv. 6. landsk. þm. (HV) svo hljóðandi: [Sjá þskj. 842.]

Þá hafa mér borizt svo hljóðandi brtt. frá hv. 1. landsk. þm. (BrB): [Sjá þskj. 806.]

Fyrir öllum þessum brtt. þarf afbrigði, þar sem þær eru bæði of seint fram komnar og þar að auki skriflegar. Leyfi ég mér að leita afbrigða fyrir þeim í einu lagi.