18.01.1951
Neðri deild: 52. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í B-deild Alþingistíðinda. (2350)

77. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Hv. 2. þm. Rang. hefur gert grein fyrir brtt. þeirri, sem hann hefur lagt fram um að fella burt a-lið við 2. gr., um skrásetningu dráttarvéla. Nú tel ég, að ekki sé hægt að gera það, þar sem till. kom svo seint, að fá afnumið þetta úr frv. og setja ekkert í staðinn. Það getur ekki gengið. Hv. 2. þm. Rang. vill, að a-liður falli burt og ekkert komi í staðinn. Ég legg til, að frv. þetta verði samþ. eins og það nú er. Mér skilst, að till. hv. 2. þm. Rang. sé borin fram vegna ótta við það, sem á eftir komi. „En þá koma dagar og þá koma ráð“, og verður það mál þeirra, sem þá sitja á þingi, að taka afstöðu til og gæta alls þess, sem nauðsyn krefur. Ég vil endurtaka það, að ég óska, að frv. verði samþ. eins og það er nú.