26.02.1951
Sameinað þing: 47. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (25)

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður)

Forseti (JPálm):

Þá er fundur settur, og verður strax gengið til dagskrár og tekið fyrir eina dagskrármálið, sem er almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður. Þessum umræðum verður þannig hagað í kvöld, að töluð verður ein umferð og fær hver flokkur til umráða 45 mínútur. Verður röð flokkanna sú, að fyrst tala fulltrúar Alþfl., þá fulltrúar Sameiningarflokks alþýðu — Sósfl., í þriðja lagi fulltrúar Framsfl. og loks fulltrúi Sjálfstfl. — Fyrstur tekur til máls fulltrúi Alþfl., hv. 3. landsk., Gylfi Þ. Gíslason.