16.11.1950
Neðri deild: 22. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (277)

28. mál, Stýrimannaskólinn

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka það fram, að formaður sjútvn. átti tal við skólastjóra stýrimannaskólans, og fullyrti hann, að kennsla í skólanum biði ekkert tjón við það, þó að þetta embætti væri ekki lögfest, og eftir þetta samtal ákvað nefndin þá breytingu, að þetta embætti skyldi ekki lögfest að sinni, en n. er þeirrar skoðunar, að ef þörf krefur, þá beri að festa þetta embætti.