20.02.1951
Efri deild: 75. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í C-deild Alþingistíðinda. (3246)

96. mál, fjárhagsráð

forseti (BSt):

Út af því, að samkv. beiðni ríkisstj. var málið um fjárhagsráð tekið út af dagskrá til nánari athugunar, og út af ummælum í blaðagrein í einu af bæjarblöðunum, þar sem sagt er, að ég hafi tekið ábyrgð á því, að þetta mál yrði til umr. í dag, þá vil ég taka það fram, að ég minnist þess ekki að hafa sagt neitt slíkt. Hitt mun ég hafa sagt, að ég mundi hafa það á dagskrá, ef meiri hl. d. óskaði, og einnig hafa það það tímanlega á dagskrá, að tími ynnist til að afgreiða það á þessu þingi.

Ástæðan til þess, að þetta mál er ekki á dagskrá í dag, er sú, að þess var óskað í gær af hæstv. dómsmrh., að þetta mál væri tekið af dagskrá til nánari athugunar, og mér er ekki kunnugt um, að ríkisstj. hafi nokkuð meira fram að færa í þessu máli í dag en í gær, og því setti ég það ekki á dagskrá.