01.11.1950
Sameinað þing: 10. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í D-deild Alþingistíðinda. (3742)

43. mál, fiskideild hlutatryggingasjóðs bátaútvegsins

Flm. (Halldór Ásgrímsson) :

Það er ástæðulaus aðdróttun hjá hv. þm. Ísaf., að við berum þessa till. fram til þess að tefja fyrir nauðsynlegri endurskoðun á umræddum l., enda heyrðist það í lok ræðu hans, að hann hefur ekki sjálfur trú á þessari fullyrðingu. Það er vitanlega alveg rétt hjá hv. þm. Ísaf., að sjóðnum er augljóslega fjár vant, en ég hygg, að þegar þessi l. voru samþ., þá hafi þm. verið ljóst, að ef ætti að koma til þess, að sjóðurinn ætti að inna þær skyldur af höndum, sem mátti búast við, þá mundi honum verða fjár vant, þótt enginn gæti sagt, að það yrði eins skyndilega og er. Það er ekkert að undra, þó að sjóður, sem er orðinn til fyrir 17 mánuðum, sé ekki þess megnugur að inna skyldur sínar af höndum á þann hátt, sem við óskum; það er ekkert að undra, þegar fara á fyrst að stofna sjóð sem þennan á hallærisárum, þegar kallið kemur um leið og l. heimila, að hann megi fara að sinna sinn hlutverki.

Ég vil svo árétta það, að það séu ótal tækifæri til þess á þessu þingi að koma að breyt., hvort sem það er varðandi fjáröflun eða annað, og mér finnst ástæðulaust að tefja þetta mál á þann hátt, sem hv. þm. Ísaf. leggur til. Ég held því fast við þá ósk okkar flm., að málið sé afgr. á þessum fundi.