31.01.1951
Sameinað þing: 35. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (3891)

157. mál, hitaveita á Reykhólum

Flm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Till. sú, sem ég flyt á þskj. 528, er þess efnis, að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að láta gera uppdrætti og kostnaðaráætlun yfir hitaveitu á Reykhólum, er sé nægileg fyrir fyrirhugaðar byggingar í landi staðarins. Skal verkið framkvæmt í samráði við skipulagsnefnd staðarins og því lokið á þessu ári. Það eru þegar hafnar stórkostlegar framkvæmdir á Reykhólum, og mikil eftirspurn er nú eftir lóðum þar til bygginga og annarra framkvæmda, m. a. til ræktunar við jarðhita. Ríkissjóður er nú eini eigandi jarðarinnar og því rétt, að hann láti framkvæma verk þetta. — Ég mun svo ekki ræða þetta nánar nú, en ég vildi óska eftir því við forseta, að hann láti fara fram atkvgr. um málið nú þegar á þessum fundi, þar sem mér er umhugað um, að málið komist sem fyrst í nefnd, svo að það nái afgreiðslu á þessu þingi. Fjvn. mun halda fund á morgun og gæti þá tekið málið fyrir, ef atkvgr. um það yrði lokið nú, og vildi ég því mælast til þess við forseta, að hann láti greiða atkv. um það nú.