10.12.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í D-deild Alþingistíðinda. (4062)

85. mál, dagskrárfé útvarpsins

Viðskmrh. (Björn Ólafsson) :

Herra forseti. Ég vil leiðrétta ummæli hv. 3. landsk. um fjárráð dagskrárinnar, að þau hafi verið minnkuð og vandkvæði sé á af þeim sökum að halda uppi dagskrárefni. Þessi vandkvæði stafa ekki af því, að varið hafi verið minna fé til dagskrár en áður. Til dagskrár mun hafa verið varið mjög svipuðu fé og áður. Því er þetta ekki rétt hjá hv. 3. landsk. — Hitt er sanni nær, að útvarpið gerði ráð fyrir hærri tekjum á árinu en urðu, þar sem skorið var af tekjustofni við samþykkt fjárl. á s. l. vori, en útvarpið hafði ekki gert ráð fyrir því í sinni fjárhagsáætlun. Frá þessu skýrði ég við 1. umr. þessa máls og kom með till. um að hækka dagskrárliðinn. Ég gerði ráð fyrir, að hv. fjvn. mundi bera fram þessa till., en ég sé nú, að nefndin hefur ekki tekið hana með, og mun ég bera hana fram við 3. umr. fjárl.