21.11.1950
Sameinað þing: 16. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1553 í B-deild Alþingistíðinda. (427)

Varamaður tekur þingsæti, rannsókn kjörbréfs

Forseti (JPálm) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá forseta Ed., dags. í dag:

„Formaður þingflokks Sameiningarflokks alþýðu - sósíalistaflokksins hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Með því að Brynjólfur Bjarnason, 1. landsk. þm., er farinn til Danmerkur í nauðsynjaerindum og verður fjarverandi næstu 2–3 vikur, leyfi ég mér samkvæmt beiðni hans að óska þess, með skírskotun til 144. gr. l. nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður, Kristinn E. Andrésson magister, taki sæti á þingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér boðið sem skjótast til fundar í sameinuðu þingi til þess að rannsaka kjörbréf þessa varaþingmanns.

Bernharð Stefánsson.“

Samkvæmt þessu bréfi hefur þessi fundur verið boðaður og kjörbréfið verið tekið til athugunar. Tekur nú til máls hv. frsm., hv. þm. Seyðf.