06.12.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í D-deild Alþingistíðinda. (4392)

907. mál, hvíldartími áhafna flugvéla

Fyrirspyrjandi (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Þessi fyrirspurn mín fjallar um, hvaða reglur séu í gildi um hvíldartíma áhafna á íslenzkum flugvélum. — Þau lög, sem nú gilda, heimila setningu reglugerða eða að láta alþjóðareglur gilda. En ég veit ekki, hve miklar reglur hafa verið settar með tilliti til alþjóðalaga. En það er aðalatriðið, að þeir menn, sem flugvélum stjórna, séu helzt alltaf óþreyttir, hafi alltaf fullan möguleika á að nota athyglisgáfu sína. Hef ég af þessum ástæðum spurt um, hverjar reglur séu í gildi í þessum efnum.