14.11.1950
Efri deild: 19. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

90. mál, sala Vatnsleysu í Viðvíkursveit

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Mér þykir það mjög óviðkunnanlegt að taka mál, sem ríkisstj. flytur, og hafa ekki um það framsögu, áður en það er sett í nefnd; og alveg sérstaklega um þetta mál, þar sem ríkið keypti þessa jörð mjög dýru verði. Ómögulegt er að sjá af lögunum, hvað fyrir ríkisstj. vakir, hvort hún ætlar að selja hana eftir lögum um erfðarétt og með þeim greiðsluskilmálum, sem þau gera ráð fyrir, eða með einhverjum öðrum greiðsluskilmálum, sem um semst. Ég óska eindregið að heyra framsögu um þetta mál og greiði því ekki atkv. fyrr en ég hef heyrt nánar um það.

Frv. vísað til landbn. með 6 shlj. atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: RÞ, VH, IF, BBen, LJóh, BSt. StgrA, EE, FRV, PZ greiddu ekki atkv.

7 þm. (BrB, GJ, HV, HG, HermJ, JJós, KK) fjarstaddir.