21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

21. mál, ríkisborgararéttur

Gísli Guðmundsson:

Herra forsetl. Ég vil aðeins leyfa mér að benda á það, að eftir því sem bezt er vitað, er nú mjög liðið á þingtímann, þar sem gert er ráð fyrir, að þinginu verði slitið þá og þegar. Það er því mjög hæpið, ef málinu verður frestað nú, að það fái afgreiðslu á þessu þingi, og ef hæstv. forseti frestar því, vildi ég mælast til þess, að séð yrði fyrir því, að málið geti komið síðar í dag til umr. og afgreiðslu.