12.10.1951
Efri deild: 11. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (187)

20. mál, hegningarlög

Forseti (BSt):

Ég get ekki orðið við þeirri ósk að taka aldrei stjórnarfrv. á dagskrá, nema því sé fylgt úr hlaði af ríkisstj. (PZ: Það ætti bara að taka þau af dagskrá.) Ég er sammála um það, að æskilegt væri, að ríkisstj. mætti hér eða að minnsta kosti ráðherrar, sem sæti eiga í deildinni. Þó getur vitanlega staðið svo á, að ríkisstj. eigi ómögulegt eða óhægt með það, og málin geta verið það einföld, að ekki sé mikil þörf á að skýra þau. Mér virðist svo vera um þetta frv. Og mér virðist, að þm. geti myndað sér skoðun um það, án þess að hafa heyrt fyrst skýringar ríkisstj. Undir hitt skal ég taka, að það er mjög óviðkunnanlegt, að ekki sé mætt hér fyrir hönd hæstv. ríkisstj., þegar hennar mál eru á ferðinni, ef um stærri mál er að ræða, og er þá oftast einhver mættur hér fyrir hönd hæstv. ríkisstj.