18.01.1952
Efri deild: 64. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1185 í B-deild Alþingistíðinda. (1981)

47. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Brynjólfur Bjarnason:

Mér þykir það slæmt, að umr. skuli vera lokið, vegna þess að ég veit, að hv. 4. landsk. ætlaði að taka þátt í þessum umr., en hann er veðurtepptur í Kópavogi ásamt hv. 7. landsk. Ég vil þá, úr því að búið er að slíta umr., fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann fresti atkvgr., þar sem ekki er um það að ræða, að þm. geti komið til þingfundar vegna veðurs.