06.12.1951
Efri deild: 38. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1318 í B-deild Alþingistíðinda. (2208)

109. mál, skipun prestakalla

Forseti (BSt):

Hyggst ekki hv. 6. landsk. halda nokkuð langa ræðu? (HV: Jú, svona í 20 mínútur.) Ég neyðist þá til að fresta umr. og taka málið út af dagskrá, enda getur hæstv. kirkjumrh. verið viðstaddur umr. á morgun, og þætti mér viðkunnanlegra, að honum gæfist kostur á að tala í þessum umr., áður en þeim lýkur, en hann hefur verið veikur undanfarið og ekki getað tekið þátt í þeim.