06.11.1951
Neðri deild: 23. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

2. mál, gengisskráning, launabreytingar, stóreignarskattur, framleiðslugj. o. fl.

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Það er rétt, og ég vil ekki deila við prófessorinn til lengdar um þetta. Það er ekkert launungarmál, að ýmsir hafa talið, að ríkissjóður hefði ekki ráð á að greiða þessa uppbót. En ég held fast við það, að það er ekki fagnaðarefni, að þetta hugarfar skuli koma fram hjá hæstv. forseta Sþ. Það ætti frekar að vera áhyggjuefni.