12.12.1951
Sameinað þing: 23. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (3144)

106. mál, jöfnunarverð á olíum og bensíni

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Eins og hv. þm. mun vera kunnugt um, þá hefur verið rætt um það á undanförnum þingum, hvort ekki skuli komið á verðjöfnun á olíum og benzíni. Hefur það og verið hugsunin, að við verðjöfnunina mundi verðið ekki hækka frá því sem nú er. — Allshn. hefur nú athugað þetta mál og leggur til, að till. verði samþ. Nefndin hefur og talið, að ef reynist erfitt að koma verðjöfnuninni í framkvæmd samkv. þessari þál., þá sé rétt, að ríkisstj. komi málinu fram með setningu bráðabirgðalaga.