15.01.1953
Efri deild: 49. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

164. mál, ríkisborgararéttur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Ég vil aðeins benda á, að bæði eftir núverandi ríkisborgararéttarlögum og sérstaklega eftir því nýja frv., sem liggur fyrir, þá er ætlazt til, að kona fái í raun og veru alveg sjálfstætt ríkisfang. Það er enginn efi á því, að eftir þeim reglum, sem fylgt hefur verið, þá mundi þessari konu hafa verið veitt íslenzkt ríkisfang, ef hún hefði sótt um það eitt mannlaus. Þess vegna tel ég eðlilegt, að það séu greidd atkv. sérstaklega um konuna, hvað sem menn vilja gera um manninn.