30.10.1952
Efri deild: 18. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

89. mál, Samband íslenskra berklasjúklinga

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég lýsti nokkuð tilgangi þessa frv. við 1. umr., og skal ég ekki endurtaka neitt af því, sem ég sagði þá um málið. Fjhn. hefur athugað frv. Hún hefur fengið þær upplýsingar frá forstöðumönnum þessa félagsskapar, að þeir telji sér mjög mikinn feng í því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir, og óska raunverulega helzt eftir því, að málið geti náð svo fljótt fram að ganga, að þessi breyt. geti haft áhrif á söluna þegar á þessu ári. — N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.