11.12.1952
Efri deild: 38. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (1679)

118. mál, hundahald

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Þar sem hér er verið með brtt. við 2. umr. og ekki líkindi til að þurfi að koma fram brtt. við 3. umr., neinar sérstakar brtt., hefði ég viljað bera undir hæstv. forseta, hvort það væri ekki hægt að koma því fyrir hér í 2. gr., að bætt væri inn í fyrir aftan „bæjarfógeta“ þessum sjálfsögðu orðum: „í Reykjavík tollstjóra“, þannig að það þyrfti þá ekki að fara að umprenta frv. aftur við 3. umr. Það verður að sjálfsögðu umprentað eftir 2. umr., og með því að hafa þessa sjálfsögðu breyt. losnar maður þannig við nýja prentun á frv.

Ég held, að þetta sé ekki annað en sjálfsögð leiðrétting sem prentvilla, og ætti með góðfúsum vilja hæstv. forseta að vera hægt að koma þessu þannig fyrir.