05.02.1953
Sameinað þing: 39. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í D-deild Alþingistíðinda. (2728)

215. mál, Hótel Borg

Forseti (JPálm):

Ég verð að lýsa mikilli undrun yfir þeim mótmælum, sem hér hafa komið fram, því að það er ekkert nýtt í sögunni, að það sé settur fundur hvað ofan í annað, og hér hefur ekkert gerzt annað en það, að það er stungið upp á því af mér sem forseta á nýjum fundi, að það fari fram ein umr. um þessa till., og það gerði enginn athugasemd við það, hvorki hv. þm. Borgf., hv. þm. Barð. né neinn annar. (Gripið fram í.) Nú er það alveg á valdi þm., hvort þeir veita afbrigði fyrir málinu, og það er það, sem kemur hér til atkv., því að auðvitað kemur ekki þetta mál til umr., nema því aðeins að það séu leyfð afbrigði fyrir till., og svo eru náttúrlega allar leiðir færar varðandi þessa till. eins og hverja aðra, að hún fari til n., o. s. frv.

Það verður borið upp, hvort menn vilja veita afbrigði fyrir till.