03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (3663)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil út af ummælum hv. form. leiðrétta þann misskilning, sem kom fram hjá honum, að frv. mitt hafi verið borið fram vegna þess útvarpsstjóra, sem frá var farandi (Gripið fram í.) eða vegna hans stöðu. Það breytir ekki neitt merg málsins, að kominn sé annar maður. Stjórnarhættir í útvarpinu og fyrirkomulag er það sama. Hins vegar skil ég ekki þessi rök hjá hv. formanni, að það sé sjálfsagður hlutur að ligggja á málum og afgr. þau ekki, þó að flytjandi máls sé ekki sí og æ að óska eftir nál. Það er að sjálfsögðu skylda hverrar n.afgr. málin og ekki hvað sízt þegar umsagnir eru komnar um þau. Þess vegna óska ég mjög eftir því, að þetta mál verði afgr. úr n., eins og ég hef þegar tekið fram áður. Hitt er svo ekki svaravert, að frv., sem hefur verið borið fram hér í byrjun janúar, sé svo seint fram borið, að það af þeim ástæðum heimili viðkomandi nefndum að leggjast á málið og afgr. það ekki; slíkt er alls ekki svaravert.