18.12.1952
Efri deild: 43. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

13. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Forseti (BSt):

Mér hafa borizt svo hljóðandi brtt. við frv. frá Gísla Jónssyni:

„Við 2. gr. Aftan við 1. málsl. komi nýr málsl., er orðist svo: Af hálfunnum iðnaðarvörum, sem seldar eru öðrum framleiðendum eða fluttar eru á milli deilda í sama fyrirtæki til frekari vinnslu, skal greiða söluskatt, er nemur 2% af bókfærðu andvirði varanna. — Til vara: Af hálfunnum iðnaðarvörum, sem seldar eru öðrum framleiðendum eða fluttar eru á milli deilda í sama fyrirtæki til frekari vinnslu, skal greiða söluskatt, er reiknaður sé af bókfærðu andvirði varanna.“

Þessar brtt. eru of seint fram komnar og þar að auki skriflegar og þurfa því tvöföld afbrigðl.