16.01.1953
Efri deild: 50. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í B-deild Alþingistíðinda. (757)

196. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta um heimild til þess að fella niður aðflutningsgjald af kaffi og sykri er runnið frá rótum þeirrar jurtar, er gróðursett var við sáttagerðina í síðasta verkfallsmálinu. N. sá ekki ástæðu til að snúast gegn frv. þessu og mælir með því, að það verði samþ., enda var áður í l. heimild til þess fyrir ríkisstj. að lækka um helming aðflutningsgjald af sykri, og því er ekki eins mikill tekjumissir fyrir ríkissjóð að þessu frv., þar sem það er ekki nema helmingur af aðflutningsgjaldinu, sem nú bætist við þá upphæð, sem áður var búið að sleppa af þeirri tegund, þ.e. sykri. Sem sagt leggur n. til við hv. d., að hún samþ. frv. þetta.