10.04.1954
Neðri deild: 89. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1208 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

12. mál, áfengislög

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Þegar þetta mál var til 3. umr. hér í deildinni, þá var samþ. við það brtt. við 12. gr. frv., sem ég hafði borið fram. Þessi breyting var numin burt úr frv. í hv. Ed. Nú hef ég leyft mér ásamt hv. 11. landsk. (LJós) að leggja þessa breytingu hér fyrir deildina enn að nýju og vænti þess, að þingmenn hafi nú fengið hana í hendur; það er verið að útbýta þskj. einmitt í þessum svifum. Efni till. var rætt við 3. umr. hér í d., og ætla ég mér ekki að endurtaka umr. um hana efnislega.