23.03.1954
Efri deild: 66. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (1489)

78. mál, sala jarða í opinberri eigu

Forseti (GíslJ):

Áður en 4. mál á dagskrá kemur til umræðu, vildi ég mega tilkynna það, sem hér fer á eftir:

Frv. það, sem er á þskj. 465 og er nr. 4 á dagskránni, um heimild fyrir ríkisstj. til að selja jarðir í opinberrí eigu, var tekið út af dagskrá þann 18. þ. m., þar sem nokkur efi þótti á því, hvort hér væri um nýtt mál að ræða eftir þá breytingu, sem samþ. hafði verið við 2. umr. í Nd. Út af þessu vil ég taka fram eftirfarandi:

Málið, sem merkt er nr. 78, mál Ed., var upphaflega flutt þar af Karli Kristjánssyni, sbr. þskj. 107. Fyrirsögn frv. var þá: Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstj. til þess að selja þjóðjarðirnar Eyvindará og Heiðarhús. — Ýmsar brtt. komu fram við frv. í Ed., sbr. þskj. 136, 137, 144, 157, 171 og 176. Brtt. á þskj. 136 er ein samþykkt við 2. umr., en allar aðrar ýmist felldar eða teknar aftur. Hafði fyrirsögn frv. og þar með verið breytt til samræmingar þeirri efnisbreytingu, sem frv. hafði þá tekið. Í Nd. tekur frv. þeim breytingum, að tvær af þremur jörðum, er Ed. heimilar sölu á, eru felldar niður úr frv., en tveimur öðrum bætt inn í frv. Fyrirsögn frv. er enn óbreytt, enda efni þess það sama og það var eftir 2. umr. í Ed., þ.e. um heimíld fyrir ríkisstj. til að selja jarðir í opinberri eigu. Því úrskurðast hér með Þingmál nr. 78, á þskj. 465, skoðast ekki sem nýtt þingmál þrátt fyrir þær breytingar, sem á því hafa verið gerðar í Nd. Málið er því tekið fyrir hér til einnar umr.