25.03.1954
Efri deild: 68. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

177. mál, Greiðslubandalag Evrópu

Viðskmrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það er fáu við það að bæta, sem í grg. stendur viðvíkjandi þessu frv., en ástæðan til þess, að ríkisstj. í samráði við Landsbankann hefur verið sammála um, að þetta frv. væri flutt, er sú, að það þykir öruggara að hafa þessa heimild til hækkunar, ef á þyrfti að halda.

Eins og kunnugt er, þá er heimilt samkvæmt þátttöku Íslands í Greiðslubandalagi Evrópu að nota allt að 15 millj. dollará fjárhæð til greiðslujafnaðar, ef ríkisstj. Íslands er því samþykk, en fram að þessu hefur ekki verið lögfest hér heimild fyrir nema 4 millj. dollara samtals. Samkvæmt þessu frv. er gert ráð fyrir að hækka heimildina upp í 8 millj. dollara: Nú er eðlilegt, að hv. þm. spyrji að því, hvort það sé þörf á að hækka heimildina eða hvort gjaldeyrishagur þjóðarinnar fari það mikið versnandi nú, að það sé nauðsynlegt að fara fram á þessa hækkun, þar sem 4 millj. dollara í yfirdrætti hafa nægt fram að þessu. Þá er því til að svara, að gjaldeyrisástandið í dag er sízt verra en það var á sama tíma í fyrra og þó nokkru betra. Innstæður Íslands í dollurum eru í dag hærri en sú upphæð, sem farið er fram á að megi yfirdraga hjá Greiðslubandalagi Evrópu. En það þykir eigi að síður nauðsynlegt vegna viðskipta við EPU-löndin að hafa þessa heimild fyrir hendi, ef á þyrfti að. halda, þar sem gera má ráð fyrir, að framan af árinu komi lítill EPU-gjaldeyrir inn, þar sem, eins og kunnugt er, eru engar sölur núna til Bretlands eins og verið hefur áður og á s.l. árí var hallinn við EPU-löndin jafnaður með Marshallframlagi. Nú er ekki um neitt Marshallframlag að ræða til þess að grípa til nú framan af árinu eða á miðju ári, og má þessvegna ætla, að það þurfi í bili að hækka yfirdráttarheimildina. Þar sem innstæða í dollurum er fyrir hendi, sem nemur þessari upphæð, þá getur ríkisstj. hvenær, sem er greitt,þessa skuld við EPU, en skuld við EPU í lok febrúar var samtals 3 millj. 870 þús. dollarar, eða hér um bil eins og heimildin er. Þar sem togararnir leggja nú allir afla sinn upp hér og fiskurinn er verkaður hérlendis, þá má reikna með því, að sá afli verði ekki seldur og það komi ekki gjaldeyrir fyrir hann fyrr en á miðju ári, eða kannske ekki fyrr en eftir mitt ár, en vegna þess að aflinn er lagður hér á land, má eigi að síður reikna með því, að það fáist meiri gjaldeyrir nú fyrir þann afla heldur en á meðan. siglt var með hann til Bretlands eða Þýzkalands. Það er þess vegna ekki sérstök ástæða til þess að ætla, ef vertíðin heppnast sæmilega, eins og útlit er fyrir, að gjaldeyrisástandið versni eða verði verra en það hefur verið og að ekki séu möguleikar til að greiða þessa skuld við greiðslubandalagið, þótt yfirdrátturinn nú um tíma verði hækkaður. Ég vil þess vegna vænta þess, að hv. d. fallist á þetta frv., sem öll ríkisstj. stendur að ásamt Landsbankanum.