08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1523 í B-deild Alþingistíðinda. (1891)

121. mál, skipun læknishéraða

Haraldur Guðmundsson:

Það er skylt að bera vitni, þegar þess er krafizt, herra forseti, og það er rétt, sem ég áðan sagði, ég er ekki flm. þessara till. Hins vegar var nm. kunnugt um, að ég mundi greiða þeim atkv., þó að ég væri andvígur frv. En að ég ekki var flm. að þeim, kom af því, að ég var búinn að lýsa því yfir áður, að ég væri frv. andvígur.