18.03.1954
Neðri deild: 63. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í C-deild Alþingistíðinda. (2254)

30. mál, félagsheimili

Sigurður Bjarnason:

Ég vil láta þá grg. fylgja atkv., að ég tel, eins og kemur fram hjá hv. meiri hl., að verkalýðsfélög geti verið aðilar að byggingu félagsheimila og hafi verið það. Ég leyfi mér að benda á, að fæst verkalýðsfélög mundu hafa bolmagn til þess af eigin rammleik að byggja einsömul félagsheimili. Þess vegna hygg ég, að hagsmunir þeirra, sem eru í verkalýðsfélögunum, séu tryggðir með þeim skilningi, sem er á lögunum um félagsheimili nú, og með þeirri framkvæmd, sem á þeim hefur verið, og segi þess vegna já við hinni rökstuddu dagskrá.