30.11.1953
Neðri deild: 31. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í C-deild Alþingistíðinda. (2287)

2. mál, firma og prókúruumboð

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Það er von á brtt. af hálfu okkar tveggja manna í n., sem ekki erum sammála um breytinguna á fyrstu greinum frv., þ. e. frá mér og hv. þm. Dal. (ÁB). Við vorum að vísu búnir að gera brtt. um þetta atriði, sem á milli ber, en sakir þess, hvernig orðaðar eru fyrstu brtt., sem hv. meiri hl. n. stendur að, leizt okkur sem það mundi vera ljósara fyrir hv. þm., en er aðallega vegna atkvgr. reyndar, að við orðuðum okkar brtt. við brtt. meiri hl. Það er undir 1. tölul., stafl. a og b, sem hér er um að ræða, að nokkuð ber á milli hjá okkur, sem erum í minni hl. Reyndar vantreysti ég alls ekki hæstv. forseta til þess að bera þessar till. upp þannig, að þær njóti sín fullkomlega, og efni þeirra stangast að engu leyti á.hvorki við brtt. meiri hl. né frv., — það er síður en svo, — og að því leyti kemur þetta ekki að sök. En það er máske auðveldara samt fyrir hv. þm., sem sérstaklega hafa ekki sett sig inn í þetta atriði, sem okkur greinir á um, að þessar till. okkar hefðu legið fyrir sem brtt. við brtt. meiri hl. Nú er þetta í prentun, og ég veit ekki almennilega, hvað þeim líður. Ég veit ekki, hvort hæstv. forseti vildi nú aðeins fresta umr. og sjá, hvort þessar till. kæmu ekki, fljótlega. Meining okkar var, ef þær væru komnar fram, að taka aftur brtt. okkar, sem eru á þskj. 199. En ég vil nú ekki gera það að svo komnu, meðan hitt þskj. er ekki komið fram, fyrr en ég heyri, hvað hæstv. forseti álítur um þetta, hvort hann telur sér fært áð fresta umr. eða ekki.

Ég ætla ekki að gera að umtalsefni þær brtt., sem n. stendur öll að, þ. e. tölul. 2 og út. Hv. frsm. n. er búinn að gera grein fyrir þeim, og ég þarf þar ekkert um að bæta, en aðeins ætla ég að lýsa þessum brtt. okkar eða því, sem á milli ber innan nefndarinnar.

N. er öll sammála um það, að ekki sé vert að stofna nýtt embætti til þess að annast skráningu á firmum og prókúrum, og ef það á að vera starfsmaður í Reykjavík, sem annist einn um þetta, þá nægi, að það sé fulltrúi í ráðuneytinu. Ég fyrir mitt leyti er ekki viss um, ef það verður stofnað sérstakt embætti, nema þá kunni um leið að koma sérstök skrifstofa með öllu því, sem því fylgir, og af því gæti leitt nokkra fjármunaeyðslu umfram það, sem nokkur þörf er á. En við í minni hl. sjáum enga nauðsyn á því, að þessi skráning sé dregin hér á einn stað. Hingað til hafa sýslumenn og bæjarfógetar úti um landið annazt þessa skráningu, og ég ætla yfirleitt, að það fari vel úr hendi. Og þó að breyt. verði nú nokkur samkvæmt þessu frv., sem fyrir liggur, og því frv., sem er nú um annað efni, þ. e. um hlutafélög, frá löggjöfinni, sem er, þá vantreysti ég ekki sýslumönnum og bæjarfógetum að setja sig inn í þá löggjöf það vel, að þeir geti annazt þessa skráningu og séð um, að ákvæði laganna verði uppfyllt, þeir gæti þess, að það reki sig ekki á við lögin um þetta efni. ag fyrst svo er, að maður er þess fullviss, að þeir bæði geta og mundu gera þetta, þá sé ég enga ástæðu til þess að fara að draga af öllu landinu þetta starf undir einn mann í ráðuneytinu.

Hvað áhrærir samningu firmaskrár og annað þess konar, sem hér ræðir um, þá er vandalaust verk að uppfylla það, — og við í minni hl. erum fylgjandi því, — því að tilkynningar um birtingu eru sendar hingað, og er þá hægur hjá fyrir rn. að draga þær saman og annast slíka skráningu um landið allt. Þessar birtingar verða sendar Lögbirtingablaðinu og birtar þar, og það getur einhver starfsmaður í rn. passað upp á að taka þær allar, halda þeim til haga, svo að unnt. sé að senda þessum embættismönnum eða mönnum úti um landið, sem þetta mál snertir, slíkt yfirlit árlega, og þá er ákvæðum laganna að þessu leyti fullnægt.

Það er annað og meira verk í þessu heldur en aðeins að birta. Það er gagnvart þeim mönnum, sem mynda þennan félagsskap, sem það er auðveldara, að yfirvald í hverju lögsagnarumdæmi, sýslumaður og bæjarfógeti, annist þetta, svo að þeir menn, sem standa að þessum félagsskap, geti leitað til þeirra og fengið hjá þeim ýmsar upplýsingar, sem þurfa að fylgja, þegar slíkur félagsskapur er stofnaður, svo að löglegt verði. Þá er það ólíkt handhægara fyrir menn úti um landið að geta leitað til yfirvalds, geta leitað til sýslumanns eða bæjarfógeta til þess að fá þessar upplýsingar og hvernig þetta skuli gert úr garði. Það munu þeir góðfúslega láta í té. En ef þeir nú eiga að gera það, og það mun enginn fría þá vafalaust undan því, þá verða þeir líka hvort sem er að setja sig svo inn í lögin, að þeir geti gefið þeim, sem til þeirra leita, fullnægjandi upplýsingar um, hvernig þetta skuli vera úr garði gert. Ef þeir, sem ætla sér að mynda svona félög, ætla sér upp á eigin hönd að ganga frá því, sem til þess þarf, og senda það hingað til Reykjavíkur, þá tel ég mjög hæpið, að þeim heppnist það, og þá verður þetta nokkuð þungt og erfitt í vöfum, ef þeir eiga svo að fá frá embættismanni hér til baka alls konar bendingar um, að það sé ekki fullnægt þessu og hinu, sem áskilið er í lögunum, og úr því verði þeir að bæta. Þetta mun verða nokkuð tímafrekt og alls ekki fyrirhafnarlítið. Af þessu gæti því leitt óþarfa tímatöf og fyrirhöfn hjá þeim mönnum, sem ætla að mynda hlutafélög og fá þá starfsemi gilta. Vel gæti þetta fyrirkomulag líka orðið til þess, að menn þættust þurfa að eiga í Reykjavík einhvern að annan en þennan embættismann til þess að annast þetta fyrir sig, sem þeir fengju til þess að líta á plöggin, mundu senda honum þau, hann síðan gefa bendingar um, ef eitthvað væri áfátt, og annast fyrir þá alla fyrirgreiðslu. Þetta mundi nú verða tímafrekt og jafnvel kosta nokkra peninga, enginn veit fyrir fram hvað mikla. Allt þetta tel ég óþarft og algerlega órétt að vera að stofna til þessara vafninga, sem þetta fyrirkomulag gæti leitt af sér. Ég held þess vegna, að það sé í alla staði æskilegast að hafa þann háttinn á, sem verið hefur, að sýslumennirnir úti um landið og bæjarfógetarnir annist þetta verk. Það mun verða liðlegast í framkvæmd, og ég hef það traust til sýslumanna og bæjarfógeta úti um land, að þeir sjái um það af sinni hálfu að ákvæðum laganna, hvernig sem þau kunna að verða, verði fullnægt og þeirra fullkomlega gætt. Ég vil því vona, að hv. d. fallist á brtt. okkar um þetta atriði.

Um önnur atriði í þessu máli ber okkur ekkert á milli og þarf ekki að fjölyrða um það. Ég hef nú hér þessa brtt. okkar minni hl., en hún er vélrituð, og ég, mun afhenda hæstv. forseta hana. Hann mundi þá leita afbrigða fyrir henni, þó að ég hefði talið æskilegra, að hv. þm. hefðu getað haft það fyrir sér. En verði nú afbrigði veitt fyrir þessari brtt. okkar og hún komi hér til atkvæða, þá tökum við aftur brtt. okkar á þskj. 199. Efni þessa máls er ákaflega einfalt. Það er meira formið, sem grípur inn í. Efnið er einfalt, og því hef ég nú gert grein fyrir, hvað hér er um að ræða, svo að að því leyti til vita hv. dm. mjög greinilega, þó að þeir hafi ekki meira fyrir sér, hvað þeir eru að greiða atkv. um, það sem sé, hvort á að vera einn embættismaður, sem hafi þetta hér í Reykjavík, eða embættismennirnir annist þetta úti um landið eins og verið hefur.