02.11.1953
Neðri deild: 15. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í B-deild Alþingistíðinda. (259)

5. mál, stimpilgjald

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 5, er flutt af hæstv. ríkisstj. til staðfestingar á brbl., sem út voru gefin 5. ágúst s.l. Frv. fjallar um það að bæta inn í stimpilgjaldalögin ákvæði um það, að ríkisstj. hafi heimild til að stimpla ábyrgðarskírteini innlendra tryggingarfélaga með 8%, þ.e.a.s. 8% af iðgjaldaupphæðinni eins og hún er ákveðin. þegar ábyrgðarskírteinið er gefið út. — Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft þetta mál til athugunar og orðið á einu máli um að mæla með því, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir.