25.03.1954
Neðri deild: 68. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í C-deild Alþingistíðinda. (2681)

125. mál, húsaleiga

Frsm. 3. minni hl. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Mál þetta var afgreitt í heilbr.- og félmn. á þeim eina fundi, sem ég hef ekki getað setið á þessu þingi; ég var þá fjarverandi sökum lasleika og gat því ekki látið í ljós í n. afstöðu mína til frv. En ég vil nú við 2. umr. taka fram, að ég er því fylgjandi, að frv. nái fram að ganga, og hef þegar gefið út nál. þess efnis, þar sem ég hef þó áskilið mér rétt til þess að flytja brtt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma. En það vil ég taka fram, að heildarstefnu frv. er ég fylgjandi og mun greiða því atkv.

Efnisatriði málsins sé ég ekki ástæðu til þess að ræða. Það var rætt við 1. umr., gerð grein fyrir því af 1. flm. frv., og get ég tekið undir öll aðalrök þau, sem hann þá flutti fyrir gildi frv.