07.04.1954
Sameinað þing: 45. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (2927)

100. mál, milliþinganefnd í heilbrigðismálum

Forseti (JörB):

Það var að því vikið í ræðu hér áðan, hvort ekki mundi vera ástæða til að fresta umr. Nú hefur það komið fram, að álit heilbrigðisstjórnarinnar liggur hér fyrir og n. mun hafa haft það með höndum. Þar að auki sé ég, að hv. fjvn. mælir með samþykkt till. Ég hef áður tekið málið út af dagskrá og frestað umr., svo ég sé ekki ástæðu til þess að gera það að þessu sinni.