15.04.1955
Neðri deild: 72. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (1080)

187. mál, togarinn Valborg Herjólfsdóttir

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ríkisstj. réðst í það um jólaleytið í vetur í samráði við þá flokka, sem hana styðja, að festa kaup á togaranum Vilborgu Herjólfsdóttur, sem Vestmannaeyingar vildu selja. Þetta var gert í því skyni, að togarinn yrði seldur aftur nokkrum byggðarlögum á Norðurlandi.

Þessi viðskipti hafa nú farið fram, og staðirnir, sem hafa fengið skipið sameiginlega, eru Ólafsfjörður, Sauðárkrókur og Húsavík. Það leikur ekki á tveim tungum, að það er mjög mikil þörf fyrir þessi byggðarlög að fá aukin atvinnutæki, og þess vegna var í þetta ráðizt.

Ég hygg, að þetta mál sé talsvert kunnugt hv. þm., og fjölyrði því ekki meira um það, en leyfi mér að óska eftir, að málínu verði vísað til hv. fjhn. deildarinnar.