29.04.1955
Neðri deild: 81. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1878)

185. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Ég flyt nú við þessa umr. ásamt hv. 8. landsk. þm. (BergS) brtt. við frv. það, sem fyrir liggur. Sú breyting er í því fólgin, að Eimskipafélaginu skuli gert að greiða skatt af skattskyldum tekjum ársins 1954 samkv. þeim reglum, sem nú gilda um skattgreiðslur samvinnufélaga.

Ég vil vænta þess, að með þessu orðalagi sé fullnægt vilja þeirra hv. þm., sem telja ekki ástæðu til þess, að Eimskipafélagið njóti frekari fríðinda en samvinnusamtökin, og tel vist, að þeir menn, sem þá skoðun hafa, geti fylgt þessari brtt.