10.12.1954
Efri deild: 28. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í C-deild Alþingistíðinda. (2290)

14. mál, vistheimili fyrir stúlkur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Menntmn. hefur ekki beinlínis haldið neinn fund um þetta mál síðan í gær, en á hinn bóginn hafa a. m. k. þrír nm. talað saman um það, og hefur n. á þessu stigi ekkert nýtt um málið að segja. Ég vil taka það fram, að hún hefur sama skilning á málinu og hvað 1. gr. þess þýði, eins og fram kom hér við fyrri hl. umr. og ég tók fram. Að hinu leytinu áskilur n. sér að sjálfsögðu rétt til þess að bera fram brtt. við 3. umr. málsins, ef henni þá finnst þörf á því.