02.12.1954
Sameinað þing: 21. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2057 í B-deild Alþingistíðinda. (3267)

Varamenn taka þingsæti

forseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 2. des. 1954.

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá Bergi Sigurbjörnssyni, 8. landsk. þm.:

„Þar sem ég vegna lasleika verð að liggja rúmfastur um hálfs mánaðar skeið samkv. fyrirmælum lækna, leyfi ég mér hér með að óska þess, að varamaður minn, Hermann Jónsson skrifstofustjóri, Þorfinnsgötu 14, Reykjavík, taki sæti mitt á Alþingi frá og með 2. des. þ. á. samkvæmt ákvæðum 144. gr. laga um kosningar til Alþingis.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Halldór Ásgrímsson, fyrri varaforseti neðri deildar. Til forseta sameinaðs Alþingis.“