28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (1402)

197. mál, gjafabréf fyrir Þykkvabæ

Andrés Eyjólfsson:

Herra forseti. Vegna þess að ég hef haft ýmis önnur gjafabréf og sjóði með höndum árlega, vil ég aðeins taka undir það, sem hv. þm. V-Sk. sagði. Mér finnst þetta sjálfsagt mál og eðlilegt, og ég sé enga ástæðu til þess, að það gangi til nefndar, vona, að það geti orðið að lögum á þessu þingi.